fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Þekkir nokkra leikmenn Sarpsborg: Þeir voru skíthræddir við að koma hingað

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék með liði ÍBV í kvöld sem mætti Sarpsborg í undankeppni Evrópudeildarinnar.

ÍBV tapaði stórt í kvöld þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik. Sarpsborg gerði fjögur mörk í síðari hálfleik og vann 4-0 sigur.

,,Fyrstu viðbrögð eru að þetta er of stórt. Það er ekki svona mikill munur á liðunum,“ sagði Gunnar.

,,Ég þekki nokkra úr liðinu þeirra og talaði við þá fyrir leik og þeir voru skíthræddir við að koma hingað.“

,,Þetta er fyrsti Evrópuleikurinn þeirra og þeir vissu ekkert hvað þeir voru að fara í og við ákváðum það að mæta þeim í byrjun og pressa á þá eins og við gerum á Hásteinsvelli.“

,,Maður fann það að þetta var smá sjokk á þá og þeir fundu það að þetta yrði erfiður leikur en eftir þrjár mínútur þurfti Yvan að fara útaf hjá okkur og við missum smá fönkið eftir það.“

,,Við reynum að koma inn í þetta og erum líklegir, manni fannst þetta alltaf vera á leiðinni en því miður þá eru þetta bara of auðveld mörkin hérna, fyrstu tvö.“

,,Svo fáum við færi til að skora og ef við hefðum fengið eitt mark hefði þetta verið allt í lagi fyrir seinni leikinn en 4-0 er allt of mikið. Það er eins og við hættum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo fer fram á það að stjarna Liverpool verði keypt til Sádí

Ronaldo fer fram á það að stjarna Liverpool verði keypt til Sádí
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindi frá Englandi – United með nýtt tilboð í Mbeumo sem gæti endað í 70 milljónum punda

Tíðindi frá Englandi – United með nýtt tilboð í Mbeumo sem gæti endað í 70 milljónum punda
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina
433Sport
Í gær

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn