fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Leikmaður Vals þarf að komast á tónleika – Verða að slá Rosenborg út

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur spilar stórleik í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið mætir Rosenborg í undankeppninni á Origo-vellinum.

Rosenborg er stærsta lið Noregs og þarf Valur að eiga mjög góðan leik til að eiga möguleika í kvöld.

Ólafur Karl Finsen, leikmaður Vals, hefur fulla trú á verkefninu og segir að Valur þurfi að slá Rosenborg út.

Ef ekki þá þurfa Valsmenn að ferðast til Andorra og spila í Evrópudeildinni og missir Óli þá af tónleikum Guns N’ Roses hér heima þann 24. júlí.

,,Brekkan getur verið brött. Við eigum alveg að geta tekið þetta finnst mér, þetta er bara 11 gegn 11. Pressan er á þeim og við gefum þeim bara leik og setjum allt í þetta,“ sagði Óli Kalli.

,,Ég ætla ekkert að segja því allir þessir leikir hafa verið drepleiðinlegir, maður hefur bara verið að hlaupa í vörn. Við tölum bara meira um það eftir leik.“

,,Svo eru peningar í húfi og svona og það er ekkert hægt að tala um það. Sumir verða bara litlir í sér en ég og Einar sjáum bara um peningana.“

,,Ef við komumst ekki áfram þá verðum við í Andorra þegar Guns N’ Roses verða á Laugardalsvelli. Það kemur ekkert annað til greina en að slá þá út.“

,,Leikurinn byrjar í 0-0 og það er alltaf tækifæri þegar það er fótboltaleikur. Við skoðuðum þá aðeins í gær og þeir líta mjög vel út og eru með öfluga leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho