Zlatan Ibrahimovic var mjög hrifinn af sænska landsliðinu sem stóð sig vel á HM í Rússlandi í sumar.
Svíar eru nú úr leik eftir tap gegn Englandi í 8-liða úrslitum en fáir bjuggust við að þeir gulu myndu komast svo langt.
Zlatan er stoltur af því að vera sænskur og segir að allir leikmenn liðsins eigi skilið að fá Gullboltann í Svíþjóð.
Zlatan vann þessi verðlaun margoft á ferlinum en þau eru afhent þeim leikmanni sem stendur sig best á hverju ári.
,,Allir leikmennirnir ættu að fá Gullboltann í Svíþjóð,“ sagði Zlatan í færslu á Twitter.
,,Við munum eftir þessu alla ævi, það sem þeir afrekuðu. Takk fyrir sýninguna.“