Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er við það að ganga í raðir ítalska stórliðsins Juventus.
Ronaldo hefur leikið með Real frá árinu 2009 en hann kom þangað frá Manchester United á Englandi.
Portúgalinn spilaði einmitt við Juventus í apríl á þessu ári er Real sló ítalska liðið úr keppni í Meistaradeild Evrópu.
Ronaldo átti frábæran leik fyrir Real og fékk klapp frá stuðningsmönnum Real eftir stórkostlegt hjólhestaspyrnumark í leiknum.
Ummæli hans um Juventus eftir leikinn vekja nú athygli en hann hefur ávallt verið aðdáandi liðsins.
,,Þetta var eitt besta augnablik sem ég hef upplifað, það sem gerðist í kvöld,“ sagði Ronaldo.
,,Að fólk á leikvangi eins og þessum skuli klappa fyrir mér þar sem þeir hafa séð magnaða leikmenn er ótrúlegt augnablik.“
,,Ég er mjög ánægður og spenntur því þetta er félag sem mér hefur líkað við síðan ég var krakki. Að þeir skuli klappa fyrir þér mun eiga stað í þínu hjarta.“