fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Mörg stórlið vildu fá Gumma Ben – Breyttist allt eftir þetta

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. júlí 2018 16:46

Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football í dag.

Gummi Ben er einn vinsælasti sjónvarpsmaður Íslands í dag en hann var góður knattspyrnumaður á sínum tíma.

Gummi var efnilegur leikmaður er hann hóf ferilinn með Þór á Akureyri en hann samdi við Germinal Ekeren í Belgíu árið 1991.

Fleiri lið höfðu áhuga á að fá Gumma í sínar raðir er hann var 15 ára gamall áður en hann sleit krossband og þá minnkuðu möguleikarnir.

,,Þetta er líklega árið 1989, 15 ára og það kom svaka áhugi þarna. Það kom heil bylgja,“ sagði Gummi Ben.

,,Ég spilaði á Norðurlandarmóti á Englandi með U16 og það myndaðist áhugi þarna um tíma, Tottenham, Arsenal, Everton og slatti af liðum í viðbót sem höfðu samband og sögðust hafa áhuga.“

,,Sömuleiðis Stuttgart en svo gerist það að 15 ára þá slít ég krossband og þá hringdu þessi ensku lið ekki aftur. Þegar þau heyrðu að þessi ungi drengur væri búinn að slíta krossband. Á þeim tíma þá var ferillinn nánast búinn. Það var bara takk fyrir komuna, þú verður að snúa þér að einhverju öðru.“

,,Eftir þessi krossbandaslit þá sátu bara tvö lið eftir. Það var Germinal Ekeren sem ég skrifaði undir hjá hálfu ári síðar og Stuttgart. Af einhverjum ástæðum þá ákvað ég að skrifa undir í Belgíu frekar en að fara til Þýskalands.“

,,Í hvert skipti sem ég hitti Ásgeir Sigurvinsson, ég hitti hann svona einu sinni, tvisvar á ári þá ákveður hann að minnast á þetta, hvers konar ákvörðun þetta hafi verið Gummi, að koma ekki til Stuttgart.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni
433Sport
Í gær

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn
433Sport
Í gær

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Í gær

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool