fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben varpar ljósi á lykilinn að ná árangri – Þetta þurfa allir að lesa sem vilja ná langt í fótbolta

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. júlí 2018 15:05

Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football í dag.

Gummi Ben eins og hann er kallaður var hæfileikaríkur knattspyrnumaður á sínum tíma og reyndi á meðal annars fyrir sér erlendis í Belgíu með liði Geel.

Framherjinn átti einnig farsælan feril með Val og KR hér heima og á þá að baki 10 landsleiki fyrir Ísland.

Okkar ástsælasti knattspyrnulýsandi gaf börnum góð ráð í þættinum og útskýrði hvernig maður færi að því að ná árangri í íþróttinni.

,,Maður elskaði það að vera í fótbolta. Í sjötta og fimmta flokki þá áttaði maður á sig að maður hefði eitthvað auka,“ sagði Gummi Ben.

,,Ég held að það trufli mjög fá börn, hvort sem þau bera af eða ekki. Það er bara love of the game að fá að vera í fótbolta í allan sólahringinn og þannig var bara lífið.“

,,Ég hef heyrt þig oft tala um það að ég væri matargikkur en ég held að það hafi mest megnis útaf því að ég fór út í fótbolta þegar ég vaknaði og það þurfti að ná í mig þegar ég átti að fara að sofa.“

,,Maður kom ekkert heim og borðaði eiginlega ekkert. Maður var upptekinn í því að spila fótbolta. Ég held að það sé lykillinn fyrir þá sem vilja ná árangri að æfa nógu andskoti mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni
433Sport
Í gær

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn
433Sport
Í gær

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Í gær

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool