Andreas Granqvist, fyrirliði sænska landsliðsins, var sektaður af FIFA á dögunum fyrir að klæðast sínum eigin „happasokkum“ á HM.
Granqvist og félagar eru komnir í 8-liða úrslit HM en Svíþjóð spilar við England á morgun.
Granqvist klæðist Trusox sokkum sem eru framleiddir á Englandi en fatnaðurinn er ekki samþykktur af FIFA.
Granqvist hefur átt frábært mót fyrir Svía til þessa en FIFA hefur nú sagt honum að hann verði að skipta um sokka fyrir næsta leik.
Varnarmanninum hefur gengið vel í þessum sokkum og verður áhugavert að sjá hvort hann taki á sig aðra sekta eða breyti til.
Granqvist var fyrst sektaður um 50 þúsund evrur af FIFA en sú upphæð gæti hækkað verulega ef hann hunsar þessi skilaboð sambandsins.
Hér má sjá mynd af sokkunum og Granqvist klæðast þeim.