Úrúgvæ 0-2 Frakkland
0-1 Raphael Varane(40′)
0-2 Antoine Griezmann(61′)
Frakkland hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum HM í Rússlandi en liðið mætti Úrúgvæ í 8-liða úrslitum í dag.
Frakkar komust yfir á 40. mínútu leiksins er varnarmaðurinn Raphael Varane skoraði með flottum skalla eftir aukaspyrnu Antoine Griezmann.
Staðan var 1-0 í leikhléi en á 61. mínútu leiksins bættu Frakkar við er Griezmann komst sjálfur á blað.
Framherjinn átti skot fyrir utan teig sem fór beint á Fernando Muslera í marki Úrúgvæ en hann missti knöttinn í netið og staðan orðin 2-0.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og spila Frakkar því við annað hvort Belgíu eða Brasilíu í undanúrslitum.