Samskiptamiðillinn Facebook mun sýna leiki í ensku úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá og með árinu 2019.
Facebook komst að samkomulagi við enska knattspyrnusambandið en þarf að greiða 200 milljónir punda fyrir sýningarréttinn.
Um er að ræða sýningarrétt í Suðaustur-Asíu en leikirnir verða sýndir í Taílandi, Víetnam, Kambódíu og Laos.
Allir 380 leikir ensku úrvalsdeildarinnar verða sýndir frá 2019 en samningurinn gildir til ársins 2022.
BeIN Sports og Fox Sports í Asíu reyndu að tryggja sér réttinn en það var á endanum Facebook sem vann kapphlaupið.
Facebook reynir að stækka við sig en miðillinn reyndi á síðasta ári að tryggja sér sýningarrétt á indversku Ofurdeildinni en tapaði þeirri baráttu.