Brasilía og Belgía mætast í 8-liða úrslitum HM í kvöld en sigurliðið mun spila við Frakkland í undanúrslitum.
Belgar gera breytingu á sínu liði frá sigri á Japan en hetjan í þeim leik, Nacer Chadli, kemur inn í liðið. Marouane Fellaini byrjar einnig á miðjunni.
Hjá Brössum byrjar bakvörðurinn Marcelo sem var fjarverandi gegn Mexíkó vegna meiðsla.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Belgía: Courtois; Alderweireld, Kompany, Vertonghen; Meunier, Fellaini, Witsel, Chadli; De Bruyne, Hazard; Lukaku
Brasilía: Alisson; Fagner, Silva, Miranda, Marcelo; Paulinho, Fernandinho, Coutinho; Willian, Gabriel Jesus, Neymar.