Belgía 2-1 Brasilía
1-0 Fernandinho(sjálfsmark, 13′)
2-0 Kevin de Bruyne(31′)
2-1 Renato Augusto(76′)
Belgía er komið í undanúrslit HM í Rússlandi eftir viðureign við Brasilíu í 8-liða úrslitum í kvöld.
Viðureign kvöldsins var ansi fjörug en Belgar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og gerðu tvö mörk.
Fernandinho varð fyrst fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Brasilíu en hann skallaði þá knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu.
Miðjumaðurinn Kevin de Bruyne bætti svo við öðru fyrir Belga og staðan í leikhléi 2-0.
Renato Augusto minnkaði muninn fyrir Brasilíu í síðari hálfleik en hann hafði komið inná sem varamaður.
Lengra komust þeir Gulu ekki og munu Belgar mæta Frakklandi í næstu umferð keppninnar.