Faðir miðjumannsins Lucas Torreira hefur staðfest það að sonur sinn sé á leið til Englands en hann er að semja við Arsenal.
Ricardo, faðir Lucas, segir að fjölskylda Torreira sé hrædd þessa stundina en það er mikill munur á að spila á Ítalíu og á Englandi.
Torreira hefur leikið með Sampdoria á Ítalíu en hann er þessa stundina í Rússlandi með landsliði Úrúgvæ.
,,Hann mun taka fólk með sér til Englands,“ sagði faðir leikmannsins í samtali við Teledoce.
,,Hann verður ekki einn. Þetta er stórt tækifæri, að fara til Englands og við viljum ekki hugsa um það ennþá því við erum hrædd.“
,,Það er erfitt að ná stjórn á tungumálinu og að aðlagast borginni og menningunni. Á sama tíma megum við ekki gleyma hvaða við erum.“