Eric Dier, leikmaður Englands, vissi ekki fyrr en á síðustu stundu að hann ætti að taka vítaspyrnu fyrir liðið gegn Kólumbíu.
England vann sigur á Kólumbíu í vítakeppni á HM en Dier skoraði úr spyrnunni sem tryggðði þeim ensku áfram.
,,Ég vissi ekki niðurröðunina þar til þjálfarinn kom að mér,“ sagði Dier í samtali við the Mirror.
,,Stjórinn sagði okkur ekki hvernig þessu yrði raðað fyrir leikinn. Þetta getur breyst með varamönnum og eftir framlenginguna þá sagði hann við mig að ég væri númer fimm.“
,,Þetta var skrítið. Augljóslega þá gerirðu þetta ekki mjög oft svo þetta var undarlegt en einnig í lagi.“
,,Á þessum tímapunkti þegar kom að vítinu þá veit ég ekki hvað ég var að hugsa. Ég var stressaður er ég stóð bíðandi en um leið og ég fór á punktinn var ég í lagi.“