Sven Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, býst við að þeir ensku muni lenda í erfiðleikum í 8-liða úrslitum HM.
Þar mætir England sænska landsliðinu sem hefur komið á óvart á HM en England tryggði sig áfram með að leggja Kólumbíu í vítakeppni í gær.
Eriksson segir að leikurinn við Svíþjóð verði svipaður og þegar England datt úr leik gegn Íslandi á EM 2016 í Frakklandi.
,,Það hefði verið auðveldara fyrir England að sigra Brasilíu en að sigra Svíþjóð að mínu mati,“ sagði Eriksson.
,,Það verður erfitt að brjóta Svíþjóð niður. Framherjarnir verjast þegar það er tími til að verjast og þeir geta gert það í eigin vítateig líka.“
,,Þetta verður erfiðasti leikurinn þeirra hingað til. Þetta verður eins og þegar liðið mætti Íslandi á EM 2016.“