Það hefur ekki farið framhjá neinum að enska landsliðið hefur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum HM.
England tryggði sæti sitt í gær með sigri á Kólumbíu en úrslitin þurftu að ráðast í vítaspyrnukeppni.
Miðjumaðurinn Fabian Delph var ekki partur af leikmannahóp Englands í gær en hann var staddur heima á Englandi.
Delph var viðstaddur fæðingu dóttur sinnar en hann var að eignast sitt þriðja barn með eiginkonu sinni Natalie.
Delph hafði fengið leyfi frá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate að fara heim. ,,Þetta er stórt mót fyrir okkur en fjölskyldan er mikilvægari,“ sagði Southgate.
Delph er hins vegar kominn aftur til Rússlands og verður klár í næsta leik er England mætir Svíþjóð.