Brasilíumaðurinn Neymar hefur verið mikið gagnrýndur í sumar en hann leikur með Brasilíu á HM í Rússlandi.
Neymar er gagnrýndur fyrir það að láta sig detta of auðveldlega í leikjum og hikar þá ekki við að reyna að blekkja dómara mótsins.
Eric Cantona gerði til að mynda grín að Neymar á dögunum en hann kallar ferðatöskuna sína ‘Neymar’ því það er auðvelt að snúa henni í hringi.
Neymar hefur eytt 14 mínútum á mótinu í Rússlandi í grasinu sem er hreint úr sagt ótrúleg tölfræði.
Það verður þó að koma fram að Neymar er oft skotmark varnarmanna en hann er virkilega hæfileikaríkur knattspyrnumaður.
Óhætt er þó að segja að hann hafi ekki þurft að liggja í grasinu í 14 mínútur í þessum fjórum leikjum sem hann hefur spilað.