Eric Dier sá um að tryggja enska landsliðinu sigur í gær er liðið mætti Kólumbíu í 16-liða úrslitum HM.
England hafði betur í vítakeppni og skoraði Dier úr síðustu spyrnunni sem kom þeim ensku áfram.
Nú hefur það verið staðfest að Dier hafi ekki átt að taka fimmtu spyrnu Englendinga sem æfðu vítakeppnir fyrir leikinn.
Jamie Vardy átti að stíga á punktinn fyrir England í síðustu spyrnunni en hann meiddist í leiknum í gær.
Vardy er að glíma við nárameiðsli og það er ekki víst hvort hann geti spilað í 8-liða úrslitum gegn Svíum.
Dier tók þó verkefnið á sig og steig á punktinn og sem betur fer fyrir þá ensku þá var spyrna hans nógu góð.