England mun spila við Svíþjóð í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi eftir sigur á Kólumbíu í gær.
England hafði betur í vítakeppni í leiknum í gær en venjulegum leiktíma og framlengingu lauk með 1-1 jafntefli.
Kieran Trippier spilaði með enska liðinu í gær en hann hefur verið fastamaður í hægri bakverði á þessu móti.
Sá hefur svarað kallinu en aðeins tveir leikmenn hafa búið til fleiri færi á öllu HM en Tottenham-maðurinn.
Trippier hefur búið til 12 færi á mótinu til þessa en aðeins ofurstjörnurnar Kevin de Bruyne og Neymar eru með betri tölfræði.
Hér má sjá mest skapandi leikmenn mótsins.