Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur skrifað undir samning við lið Quarabag í Aserbaídsjan.
Þetta kemur fram á Fótbolti.net í kvöld en Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hannesar staðfesti fréttirnar.
Hannes var sagður á leið til Quarabag fyrr í dag og hafa þær fregnir nú fengist staðfestar.
Hannes er 34 ára gamall en hann var frábær með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar.
Hannes hefur undanfarin tvö ár spilað með Randes í Danmörku en hann skrifaði undir hjá Quarabag í Austurríki í dag þar sem liðið er í æfingaferð.
Quarabag er stórlið í Aserbaídsjan en liðið lék í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og mætti þar bæði Roma og Chelsea.