Neymar, leikmaður Brasilíu, er oft gagnrýndur fyrir það að henda sér of auðveldlega í grasið við litla snertingu.
Neymar lék með Brössum í 2-0 sigri á Mexíkó í dag þar sem Brasilíumenn tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum.
Neymar var í sviðsljósinu í leiknum en hann skoraði fyrsta mark Brassa og lagði upp seinna markið.
Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður, horfði á leikinn í dag og var ekki of hrifinn af stórstjörnunni.
Elmar spyr sig að því hvenær verði tekið upp á því að refsa leikmönnum eins og Neymar sem elska að ýkja brot í þeim tilgangi að blekkja dómarann.
Það er engin spurning um það að Neymar sé frábær leikmaður en hann mætti vel standa betur í lappirnar.
Elmar segir að Neymar sé frábær leikmaður en að hann tilheyri einnig svörtu hlið nútíma fótboltans.
When will players like @neymarjr be suspended for filming or exaggerating situations?? He is a great player but he also represents everything thats wrong with modern football!!!
— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) 2 July 2018