Sokratis Papastathopoulos hefur gert samning við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en þetta staðfesti félagið í dag.
Sokratis hefur undanfarnar vikur verið orðaður við enska félagið og eru kaupin nú loksins klár.
Sokratis hefur undanfarin ár spilað með Borussia Dortmund en hann vann tvo deildartitla með félaginu og þýska bikarinni einu sinni.
Varnarmaðurinn mun klæðast treyju númer fimm hjá Arsenal og er talið að hann skrifi undir fjögurra ára samning.
Þessi þrítugi leikmaður hefur komið víða við á ferlinum og á að baki leiki fyrir Genoa, AC Milan, Werder Bremen og Dortmund.