Margir leikmenn Liverpool mættu á æfingasvæði félagsins í dag en undirbúningur fyrir næstu leiktíð er nú að hefjast.
Það eru enn nokkrir leikmenn Liverpool sem eru staddir á HM í Rússlandi en 16-liða úrslit keppninnar eru í gangi.
Roberto Firmino, Trent-Alexander Arnold, Jordan Henderson og Dejan Lovren eru á meðal þeirra sem eru staddir með sínum liðum á mótinu.
Jurgen Klopp mætti þó til æfinga í dag ásamt 26 öðrum leikmönnum og mættu einnig þeir Fabinho og Naby Keita.
Keita og Fabinho gengu báðir í raðir Liverpool í sumar en þeir tóku ekki þátt á HM.
Hér má sjá myndir af leikmönnum Liverpool mæta til leiks í dag.