fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus – Hlustaðu á mig Hilmar

Victor Pálsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 21:58

Hilmar Árni skoraði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á virkilega góðan knattspyrnuleik í kvöld er FH og Stjarnan áttust við í Pepsi-deild karla.

Leikurinn var mjög jafn í kvöld en lauk með 3-2 sigri Stjörnunnar. Hilmar Árni Halldórsson átti stórleik fyrir gestina.

Hilmar lagði upp eitt og skoraði tvö fyrir þá bláu en sigurmark hans kom úr aukaspyrnu í blálokin.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Þetta var svokallaður end to end leikur. Mikil skemmtun í krikanum í kvöld og fengu stuðningsmenn nóg fyrir sinn pening.

Hilmar Árni Halldórsson er svo góður leikmaður. Tvö mörk og stoðsending. Sigurmark beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Hlustaðu á mig Hilmar Árni. Farðu út. Atvinnumennskan kallar.

Sigurmark Hilmars var magnað. Aukaspyrnan var mjög nálægt marki FH en hann nær að lyfta boltanum yfir vegginn og þaðan fer hann í bláhornið.

Viðar Ari Jónsson var líklega að spila sinn besta leik fyrir FH í kvöld en hann hefur verið aðeins gagnrýndur í sumar. Vonandi fyrir FH að hann sé að komast í sitt besta form.

Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn í kvöld vel að mínu mati. Leyfði leiknum að ganga og var ekki að rífa upp óþarfa spjöld.

Mínus:

Ég veit ekki með þennan hafsent FH, Rennico Clark sem spilaði loksins í kvöld. Hann var alls ekkert slæmur en þó enginn Eddi Gomes. Það er oft eins og honum líði illa með boltann.

Daníel Laxdal skoraði mjög skrautlegt sjálfsmark fyrir Stjörnuna en hann þrumaði þá boltanum í eigið net með hægri fæti. Hefði hæglega getað tekið sér tíma og notað vinstri löppina.

Þú mátt ekki gefa Stjörnumönnum aukaspyrnu fyrir utan teig í stöðunni 2-2. Þeir eru með Hilmar Árna og það er í raun bara vítaspyrna fyrir þann mann. Klaufalegt.

Óli Kristjáns ákvað að taka Brand útaf þegar fimm mínútur voru eftir. Líklega heitasti FH-ingurinn fór útaf fyrir Kristinn Steindórsson sem ég skil eiginlega ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Courtois framlengir við Real Madrid

Courtois framlengir við Real Madrid
433Sport
Í gær

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Í gær

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid