fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Magnaður Hilmar Árni sá um FH í Kaplakrika

Victor Pálsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórskemmtilegur leikur í Pepsi-deild karla í kvöld er FH og Stjarnan áttust við í stórslag í Kaplakrika.

FH tók forystuna snemma leiks í kvöld er Brandur Olsen skoraði fallegt mark eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Staðan var 1-0 þar til á 37. mínútu leiksins er Brynjar Gauti Guðjónsson jafnaði metin fyrir gestina með skalla eftir hornspyrnu sem Hilmar Árni Halldórsson tók.

Daníel Laxdal varð svo fyrir því óláni að skora klaufalegt sjálfsmark fyrir Stjörnuna snemma í síðari hálfleik en hann þrumaði þá boltanum í eigið net.

Markavélin Hilmar Árni skoraði svo jöfnunarmark leiksins fyrir Stjörnuna á 65. mínútu síðari hálfleiks með góðu skoti innan teigs sem fór í slá og inn.

Hilmar Árni var svo aftur á ferðinni undir lok leiksins er hann tryggði þeim bláklæddu sigur með stórkostlegu sigurmarki úr aukaspyrnu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og er Stjarnan nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar