Belgía vann ótrúlegan sigur í 16-liða úrslitum HM í kvöld er liðið mætti Japan í stórskemmtilegum leik.
Japan kom öllum á óvart og komst í 2-0 snemma í síðari hálfleik og var útlitið alls ekki bjart fyrir Belga.
Roberto Martinez, þjálfari Belgíu, gerði þá breytingar á sínu liði og komu þeir Marouane Fellaini og Nacer Chadli inná.
Knattspyrnuaðdáandinn Hjalti Magnússon var ekki hrifinn af ákvörðun Martinez að skipta þeim inná og hraunaði yfir Spánverjann á Twitter.
Þessi færsla Hjalta fær nú mikla athygli en varamennirnir sáu um að tryggja Belgum áfram.
Fellaini jafnaði fyrst metin fyrir Belga í 2-2 með fínum skalla áður en Chadli gerði sigurmark liðsins á 94. mínútu leiksins í uppbótartíma.
Ansi skondið en svona er þessi blessaða íþrótt.
Hahahahahahaha Martinez ætlar bara að skipta chadli og fella í inná í stöðunni 2-0!!! Þvílíka þrotið þessi gæji, Belgar væru svakalegir með alvöru þjálfara. #hmruv #belvsjpn
— Hjalti Magnússon (@HjaltiMagg) 2 July 2018