Brasilía 2-0 Mexíkó
1-0 Neymar(51′)
2-0 Roberto Firmino(88′)
Brasilía tryggði í dag sæti sitt í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi en liðið mætti Mexíkó í 16-liða úrslitum.
Það var boðið upp á nokkuð opin og fjörugan leik í dag en við fengum tvö mörk og þau voru bæði brasilísk.
Fyrsta leiksins gerði stórstjarnan Neymar fyrir Brasilíumenn eftir frábær tilþrif Willian sem kom boltanum fyrir markið þar sem Neymar gat potað honum inn.
Varamaðurinn Roberto Firmino bætti svo við öðru marki Brasilíumanna undir lok leiksins eftir góðan sprett Neymar.
Brasilía mætir því Belgíu eða Japan í 8-liða úrslitum en þau lið mætast í kvöld.