Argentína er úr leik á HM í Rússlandi en liðið mætti Frakklandi í 16-liða úrslitum keppninnar í dag.
Argentínu tókst að skora þrjú mörk á Frakka í dag en það dugði ekki til því þeir frönsku skoruðu fjögur.
Argentínumenn voru bjartsýnir fyrir mótið í Rússlandi en frammistaða liðsins var ekki sannfærandi í riðlakeppninni.
Það varð allt vitlaust í stúkunni í Kazan í dag eftir lokaflautið og voru margir Argentínumenn reiðir.
Það var slegist í stúkunni í dag en það voru stuðningsmenn Argentínu sem réðust á hvor annan.
Ljótt að sjá en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.