fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Emil var miður sín: „Hann grét með mér eftir leikinn við Króatíu og sagði fyrirgefðu“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. júní 2018 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann grét með mér eftir leikinn við Króatíu og sagði fyrirgefðu,“ segir Ása Reginsdóttir, eiginkona landsliðsmannsins Emils Hallfreðssonar. Emil og Ása eru í viðtali í Fréttablaðinu þar sem þau fara meðal annars yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi og lífið saman á Ítalíu þar sem Emil spilar fyrir Udinese.

Emil er metnaðarfullur og kappsamur og eftir leikinn gegn Króatíu, þar sem Emil átti mjög góðan leik, grét hann. Emil gerði í raun aðeins ein mistök í leiknum en þá missti hann boltann á vallarhelmingi Íslands undir lok leiks sem varð til þess að Króatar skoruðu sigurmark leiksins. Íslenska liðið hafði blásið til sóknar og var fáliðað í vörninni þegar þetta gerðist. Emil tók þetta inn á sig.

„Það er hann í hnotskurn. Hann hefur svo einlægan vilja til að gera vel og er svo heiðarlegur,“ segir hún í viðtalinu og bætir við að Emil hafi staðið sig vel á mótinu. „En auðvitað sagði ég við hann að hann þyrfti ekkert að segja fyrirgefðu. Hann hefði staðið sig frábærlega. Og þeir allir. Ég er svo stolt af honum.“

Emil segir í viðtalinu að hann sé hvergi nærri hættur í fótbolta. Það eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið.

„Mér fannst svo gaman á HM og hugsaði: Vá, ég er að fara að gera þetta áfram. Ég ætla að gera allt til þess að verða betri leikmaður. Ég er 34 ára gamall en ef maður hugsar vel um sig þá getur maður haldið sér í leiknum. Mér finnst ég enn vera að bæta mig. Reynslan vegur svo þungt. Ég er alltaf að bæta mig í kollinum,“ segir hann í viðtalinu sem má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér
433Sport
Í gær

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum
433Sport
Í gær

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
433Sport
Í gær

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal