Úrúgvæ 2-1 Portúgal
1-0 Edinson Cavani(7′)
1-1 Pepe(55′)
2-1 Edinson Cavani(62′)
Úrúgvæ er komið í 8-liða úrslit HM í Rússlandi en liðið mætti Portúgal í skemmtilegum leik í kvöld.
Úrúgvæar byrjuðu leikinn mjög vel en Edinson Cavani skoraði í byrjun leiks með flottum skalla eftir fyrirgjöf Luis Suarez.
Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í þeim síðari jöfnuðu Portúgalar er varnarmaðurinn Pepe stangaði knöttinn í netið.
Það var svo Cavani sem tryggði Úrúgvæ farseðilinn í næstu umferð með fallegu marki ekki löngu síðar og lokastaðan 2-1.
Evrópumeistararnir eru því úr leik á mótinu en Úrúgvæ mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum.