fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Una fékk skilaboð frá króatískum fyrrverandi elskhuga – Sjáðu skilaboðin sem fylltu hana trú fyrir leikinn í kvöld

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júní 2018 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og starfsmaður Nato, segist hafa fengið skilaboð frá króatískum fyrrverandi elskhuga sínum í gær. Hún fullyrðir að skilaboðin hafi fyllt hana trú fyrir leik Íslands og Króatíu í Rostov-On-Don í kvöld.

Una segir á Twitter:

„Fékk skilaboð í dag frá fyrrverandi króatískum elskhuga. Hann fullyrðir að Króatar vilji allir miklu frekar sjá Ísland fara áfram heldur en „helvítis Argentínu“ og það muni vinna með okkur á morgun. Ég hef bullandi trú á þessu.“

Íslenska liðinu dugar ekkert annað en sigur gegn Króatíu til að fara áfram. Svo gæti farið að sigur dugi ekki til en það veltur allt á úrslitunum í leik Argentínu og Nígeríu í kvöld.

Króatar eru aftur á móti komnir áfram í 16-liða úrslit og geta leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn fyrir leikinn í kvöld. Hvort það komi til með að breyta miklu skal ósagt látið, enda Króatar með afar vel mannað og sterkt lið. Þær þjóðir sem eru komnar áfram hugsa Argentínumönnum eflaust þegjandi þörfina, enda með einn besta leikmann sögunnar innan borðs og eitt besta fótboltalandslið heims þegar allt smellur saman. Það hefur þó ekki gerst á mótinu og eru Argentínumenn í mikilli hættu að fara heim eftir kvöldið í kvöld.

Við skulum vona að fyrrverandi elskhugi Unu reynist sannspár og Ísland fari áfram í 16-liða úrslit á kostnað bæði Argentínu og Nígeríu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Madueke ferðast ekki með Arsenal

Madueke ferðast ekki með Arsenal
433Sport
Í gær

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu