fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Sérfræðingar ESPN spá í leik Íslands og Króatíu – Vægast sagt svartsýnir fyrir okkar hönd

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júní 2018 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland leikur sinn mikilvægasta leik í mörg ár þegar liðið mætir Króatíu í Rostov-On-Don í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld. Sérfræðingar ESPN hafa í gegnum keppnina spáð í spilin hvern leikdag og er dagurinn í dag engin undantekning. Um er að ræða reynda íþróttafréttamenn og þó þeir séu ekki óskeikulir hafa þeir talsvert vit á sportinu.

Eðli málsins samkvæmt eru augu okkar á D-riðli en í hinum leik riðilsins leika Nígería og Argentína. Sérfræðingar ESPN, sem eru tíu talsins, eru flestir á því að Argentína hafi betur. Sjö þeirra spá Argentínu sigri, tveir telja að jafntefli verði niðurstaðan en aðeins einn velur nígerískan sigur.

Þá er röðin komin að leik Íslands og Króatíu. Sérfræðingar ESPN eru svartsýnir fyrir okkar hönd; sex þeirra spá Króatíu sigri en fjórir spá jafntefli. Einn þeirra spáir meðal annars 4-0 sigri Króatíu. Enginn á von á því að Ísland vinni Króatíu, sem er sérstakt í ljósi þess að Króatía er komin áfram, þeir ætla að hvíla lykilmenn, Ísland vann síðasta leik þjóðanna og er auk þess með bakið upp við vegg í riðlinum og þarf á sigri að halda. Í slíkum aðstæðum erum við oftast best.

Spána má sjá hér að neðan en hana ber að taka með fyrirvara, enda aðeins til gamans gerð. Það er bara að vona að hinir svokölluðu sérfræðingar hafi rangt fyrir sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Madueke ferðast ekki með Arsenal

Madueke ferðast ekki með Arsenal
433Sport
Í gær

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu