Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands segir að Jóhann Berg Guðmundsson byrji líklega gegn Króatíu í dag.
Jóhann Berg meiddist gegn Argentínu og gat ekki spilað með liðinu gegn Nígeríu
Jóhann æfði með liðinu í Rostov í gær og ef ekkert bakslag kemur þá byrjar hann.
„Auðvitað sárt að vera með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] og geta ekki notað hann. Hann hefur verið stór hluti af velgengni þessa hóps, bæði sóknarlega og varnarlega,“ sagði Heimir í viðtali við RÚV.
„Eins og staðan er í dag þá byrjar Jói á morgun (Í dag).“