fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Nígeríumenn fá loforð um hærri bónus ef þeir vinna Ísland á föstudag – Sjáðu hvað hver leikmaður fær í vasann fyrir sigur

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígeríumenn reyna nú allt hvað þeir geta að kreista fram úrslit í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar á HM, gegn Íslandi og Argentóinu. Yfirvöld þar í landi hafa ákveðið að hækka bónusgreiðslur til leikmanna ef þeir ná að vinna Ísland í Volgograd á föstudag.

Nígería tapaði fyrsta leiknum gegn Króatíu á laugardag og staðreyndin er sú að tap gegn Íslandi á föstudag sendir Nígeríu úr keppni eftir riðlakeppnina.

Fyrir mótið fékk hver leikmaður loforð um bónusgreiðslur upp á 1,1 milljón króna fyrir hvern sigur í keppninni. Til að hvetja leikmenn enn frekar hefur nú verið ákveðið að hækka þessar greiðslur upp í 1,6 milljónir króna. Það var Solomon Dalung, íþróttamálaráðherra Nígeríu, sem tók þessa ákvörðun.

„Það var leiðinlegt að vinna ekki (gegn Króatíu) en sigur hefði blásið mönnum baráttuanda í brjóst. En við missum ekki vonina. Yfirvöld gera sitt besta til að tryggja að Nígeríu gangi vel í Rússlandi. Jafnvel forsetinn, Muhammadu Buhari, hvatti liðið til dáða í gær,“ sagði Salomon þegar ákvörðun um bónusgreiðslurnar var kynnt.

Ísland mætir Nígeríu í Volgograd á föstudag og mun sigur Íslands auka líkur okkar á sæti í 16-liða úrslitum til mikilla muna. Það er þó ekki víst að fjögur stig dugi Íslandi en það mun fara eftir úrslitum annarra leikja í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Laun Diaz ástæða þess að Liverpool vill ekki láta hann fara

Laun Diaz ástæða þess að Liverpool vill ekki láta hann fara
433Sport
Í gær

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“
433Sport
Í gær

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum
433Sport
Í gær

Adam Örn í Leikni

Adam Örn í Leikni
433Sport
Í gær

Fékk sér húðflúr til minningar um Jota eftir bílslysið hræðilega

Fékk sér húðflúr til minningar um Jota eftir bílslysið hræðilega