E riðill á HM í Rússlandi er sá erfiðasti ef marka má tölfræði FIFA en reiknað hefur verið út hvaða riðlar eru sterkastir.
A riðill er með sterkum landsliðum og samkvæmt FIFA er erfiðast fyrir lið að komast upp úr þeim riðli.
Brasilía, Kosta Ríka, Sviss og Serbía spila í riðli E og er meðalsæti liða á heimslistanum 16,25 í þeim riðli.
Íslenski riðillinn á EM er sá fimmti erfiðasti samkvæmt reikningi FIFA en okkar riðill er þó alls ekki léttur.
Meðalsæti liða á heimslistanum í riðli Íslands er 23,75 en Argentína, Króatía og Nígería mæta okkar mönnum.
Auðveldasti riðillinn á HM er riðill A en þar spila Úrúgvæ, Egyptaland, Saudi Arabía og heimaþjóð Rússlands.