Ólafur Ingi Skúlason miðjumaður Íslands er að verða klár í slaginn fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Ólafur er afar reyndur leikmaður og mun spila stórt hlutverk innan sem utan vallar í Rússlandi.
Fatlaður sonur Ólafs var einn af þeim sem leiddi leikmenn Íslands inn á völlinn gegn Noregi um helgina.
Það voru krakkar úr Klettaskóla sem löbbuðu með strákunum okkar út a völlinn.
,,Þetta var mjög flott, þetta var frábært. Þetta var æðislegt fyrir krakkana og foreldra þeirra,“ sagði Ólafur Ingi í viðtali við fjölmiðla í dag.
,,Þetta var flott gert hjá KSÍ, krakkarnir nutu þess. Þetta var alveg frábært.“
,,Strákurinn minn var mjög ánægður, hann var mjög hrifinn af því að hafa sést í sjónvarpinu. Mjög glaður með þetta, þau öll. Það voru allir mjög glaðir.“
Viðtalið við Ólaf er í heild hér að neðan.