Íslenska landsliðið var í gær að máta jakkafötin sem liðið mun nota á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.
Þegar liðið flýgur til Rússlands verður liðið í jakkafötum frá Herragarðinum.
Leikmenn voru að máta fötin sín í gær en þau eru afar flott, KSÍ merki er framan á þeim.
Þá stendur, Fyrir Ísland í kraganum á jakkanum og nafn leikmanna er ritað í jakkann.
Það verður því allt klárt þegar strákarnir halda til Rússlands eftir átta daga.
Myndir af fötunum eru hér að neðan.