Lars Lagerback er mættur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Noregs, fram undan er æfingaleikur á laugardag.
Lagerback á stóran þátt í mögnuðum árangri Íslands og stýrði liðinu síðast á EM í Frakklandi.
Lagerback hafði orð á því dag að honum þætti gaman að sjá hversu mikið Jóhann Berg Guðmundsson hefur bætt leik sinn.
Jóhann hefur sannað sig með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og var einn allra besti leikmaður Íslands í undankeppni HM.
,,Ég horfi á leiki með íslenskum landsliðsmönnum þegar ég get, ég sé marga af þeim mjög oft. Jóhann var ekki alltaf í byrjunarliðinu hjá landsliðinu en á síðustu árum hefur hann bætt sig. Hann var leikmaður sem spilaði bara einn leikstíl þegar ég kom hingað,“ sagði Lagerback.
,,Síðari árin sem ég var hérna og núna síðustu tvö ár, þá hefur hann sannað hversu góður hann er. Jóhann hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni og með landsliðinu, hann hefur bætt sig mikið. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem hann gerir í dag.“