Sorglegt atvik átti sér stað í Kólumbíu í gær en knattspyrnumaðurinn Alejandro Penaranda lét lífið eftir skotárás í sínu heimalandi.
Atvikið átti sér stað í borginni Cali en Penaranda skemmti sér þar ásamt öðrum knattspyrnumönnum.
Maður mætti í partíið og sagðist vera að leita að konu en stuttu seinna tók hann upp byssu og skaut í átt að aðstandendum.
Penaranda var sá eini sem lést í árásinni en liðsfélagi hans Heissen Izquierdo særðist og var fluttur á spítala.
Penaranda var 24 ára gamall en hann var á mála hjá Cortulua sem leikur í næst efstu deild í Kólumbíu.
Leikmaðurinn var þar í láni frá America de Cali en hann ólst upp hjá Atletico Nacional.