Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann ætli að halda áfram með liðið.
Samningur Heimis er á enda eftir HM og ætlar hann ekki að taka neina ákvörðun fyrr en eftir mótið.
Heimir vill ekki ræða málið of mikið heldur einbeita sér að Heimsmeistaramótinu en liðið leikur fyrsta leik eftir 15 daga.
,,Ég gerði þetta bara svona til að hugsa bara um HM og til að vera ekki að svara spurningum eins og þessum,“ sagði Heimir.
,,Ég vil sjá hvernig þetta fer á HM, hvort þetta verður upp eða niður. Gef knattspyrnusambandinu leið til að losna við mig ef við missum þetta úr höndunum.“
,,Ég vil einbeita mér að HM, það er svo mikið umfang. Hugurinn verður að vera 100 prósent á það.“