Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands segir að Aron Einar Gunnarsson sé á undan í endurhæfingu sinni fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Aron fór í aðgerð á hné á dögunum og er að gera allt til þess að vera leikfær gegn Argentínu í fyrsta leik HM.
,,Það eru allir leikfærir utan Aron, hann er á góðri og réttri leið. Hann vill spila en það væri óráðlegt að við spiluðum honum i þessum leikum. Hann er á þeim stað sem við bjuggumst við og kannski betri,“ sagði Heimir.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur jafnað sig að fullu af meiðslum sem hann varð fyrir í mars og æfir nú miklu meira
,,Gylfi er klár í slaginn, ef við spilum honum eða ekki. Við höfum ekki ákveðið það og hvað þá mikið, hann getur spilað. Hann æfir líklega 200 prósent miðað viða aðra leikmenn, hann vill vera klár. Hann er leikfær“