Hashtag United er lið sem mun spila í enska pýramídanum á næstu leiktíð en liðið mun taka þátt í tíundu efstu deild þar í landi.
Hashtag United er lið sem hefur undanfarin ár spilað í sunnudagsdeildinni en liðið var stofnað af Youtube-stjörnunni Spencer Owen.
Owen hefur nú staðfest það að liðið ætli að reyna fyrir sér í pýramídanum og vinna sér inn orðspor í enska boltanum.
Margar Youtube-stjörnur leika fyrir liðið og verður hægt að fylgjast með árangri liðsins á rás liðsins á Youtube.
,,Sunnudagsdeildin er frábær, það getur hver sem er tekið þátt. Það eru nokkur ágæt lið og svo mörg ekki svo góð lið,“ sagði Owen.
,,Það sem sú deild gefur þér ekki er tækifæri á að ná árangri, að komast upp um deildir. Að spila í ensku úrvalsdeildinni og jafnvel Meistaradeildinni. Nú fáum við að lifa þann draum.“
,,Tæknilega séð þá gætum við spilað í ensku úrvalsdeildinni eftir níu ár.„