Lars Lagerback er mættur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Noregs, fram undan er æfingaleikur á laugardag.
Lagerback á stóran þátt í mögnuðum árangri Íslands og stýrði liðinu síðast á EM í Frakklandi.
Lagerback var spurður af þvi hverjir væru hans bestu leikir með Ísland en hann stýrði liðinu í rúm fjögur ár.
,,England er sérstakur leikur, það var okkar besti leikur á EM. Við vorum betra liðið, ég á tvo aðra leiki sem ylja mér um hjarta rætur,“ sagði Lagerback og á þar við sigurinn fræga í Nice í Frakklandi sumarið 2016.
,,Það voru leikirnir tveir gegn Hollandi, það voru frábærir leikir. Við nánaðist lokuðum á þá, þeir fengu varla færi. Þeir eru mér góðar minningar.“
,,England stendur hins vegar upp úr, ég valdi sama liðið eins og alltaf en við vorum góðir og áttum sigurinn skilið. England er líka stórt á Norðurlöndunum og ég er stoltur af því að hafa aldrei tapað gegn þeim.„