fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Víkingar áfram eftir ótrúlegan leik við Kára

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári 3-4 Víkingur R.
0-1 Örvar Eggertsson(18′)
1-1 Ragnar Már Lárusson(22′)
2-1 Páll Sindri Einarsson(43′)
3-1 Andri Júlíusson(44′)
3-2 Davíð Örn Atlason(46′)
3-3 Rick Ten Voorde(59′)
3-4 Alex Freyr Hilmarsson(111′)

Það fór fram gríðarlega skemmtilegur leikur í Mjólkurbikar karla í kvöld er Kári og Víkingur Reykjavík mættust á Akranesi.

Kári leikur í 2.deild þetta sumarið en Víkingar eru eins og flestir vita í Pepsi-deildinni.

Káramenn báru litla virðingu fyrir þeirri staðreynd í kvöld og leiddu leikinn 3-1 þegar flautað var fyrri hálfleikinn af.

Víkingar höfðu komist yfir snemma leiks en Kári svaraði með þremur mörkum og staðan í leikhléi 3-1.

Víkingum tókst að jafna metin í síðari hálfleik. Davíð Örn Atlason lagaði stöðuna strax eftir upphafsflautið áður en Rick Ten Voorde bætti við öðru og staðan orðin 3-3.

Það var svo Alex Freyr Hilmarsson sem tryggði Víkingum sigur í framlengingu og lokastaðan í Akraneshöllinni, 4-3 í frábærum knattspyrnuleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“