Kári 3-4 Víkingur R.
0-1 Örvar Eggertsson(18′)
1-1 Ragnar Már Lárusson(22′)
2-1 Páll Sindri Einarsson(43′)
3-1 Andri Júlíusson(44′)
3-2 Davíð Örn Atlason(46′)
3-3 Rick Ten Voorde(59′)
3-4 Alex Freyr Hilmarsson(111′)
Það fór fram gríðarlega skemmtilegur leikur í Mjólkurbikar karla í kvöld er Kári og Víkingur Reykjavík mættust á Akranesi.
Kári leikur í 2.deild þetta sumarið en Víkingar eru eins og flestir vita í Pepsi-deildinni.
Káramenn báru litla virðingu fyrir þeirri staðreynd í kvöld og leiddu leikinn 3-1 þegar flautað var fyrri hálfleikinn af.
Víkingar höfðu komist yfir snemma leiks en Kári svaraði með þremur mörkum og staðan í leikhléi 3-1.
Víkingum tókst að jafna metin í síðari hálfleik. Davíð Örn Atlason lagaði stöðuna strax eftir upphafsflautið áður en Rick Ten Voorde bætti við öðru og staðan orðin 3-3.
Það var svo Alex Freyr Hilmarsson sem tryggði Víkingum sigur í framlengingu og lokastaðan í Akraneshöllinni, 4-3 í frábærum knattspyrnuleik.