fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Lagerback sér ekki eftir því að hafa hætt með Ísland – ,,Hefðu kannski ekki farið á HM með mig“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback er mættur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Noregs, fram undan er æfingaleikur á laugardag.

Lagerback á stóran þátt í mögnuðum árangri Íslands og stýrði liðinu síðast á EM í Frakklandi.

,,Það er gaman að koma aftur, Ísland mun alltaf eiga stóran hluta í hajrta minu. Ég er hrifinn af því sem þeir hafa gert eftir að ég hætti, þeir áttu frábæra undankeppni. Ég er glaður að koma aftur. Vonandi getum við komið Íslandi niður á jörðina í þessum leik,“ sagði Lagerback við fréttamenn í Laugrdalnum í dag.

,,Við vorum að koma, ég hef hitt nokkra vini eftir að ég kom aftur en bara hér á vellinum.“

Lagerback sér ekki eftir því að hafa hætt með Ísland en KSÍ reyndi að fá hann til að halda áfram.

,,Ég get ekki sagt að ég hafi séð eftir því, það var allt á hreinu þegar við skrifuðum undir að ég yrði í tvö ár en Heimir væri með fjögurra ára samning.. Ef þú skoðar hvað þeir gerðu eftir að ég fór, þá var líklega mjög gott að ég hætti. Þeir hefðu kannski ekki farið áfram með mig, ég hélt að ég væri kannski hættur í fótbolta. Ég er lélegur að taka ákvarðanir, Noregur kom kallandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“