fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Jóhann Berg neitar fyrir að vera forgjafasvindlari – ,,Ég er ágætur í golfi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er spenna svona bæði og, það eru fyrst þessir tveir æfingaleikir. Við viljum gera þá af alvöru,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Íslands við 433.is.

Íslenska liðið er á fullu að undirbúa sig undir HM í Rússlandi en liðið leikur æfingaleik gegn Noregi á laugardag.

,,Það er smá spenna en ekkert of mikil, það er fínt að fá allan hópinn saman núna til æfinga. Við erum líklega það lið sem er að fá leikmenn síðast inn, það skiptir ekki öllu máli. Það eru tveir leikir fram undan, vonandi fá flestir mínútur. Það er það mikilvægasta að fá að spila.“

,,Menn ættu ekki að vera smeykir um að meiðast, um leið og þú ferð að passa þig er líklegra að þú meiðist. Það getur allt gerst í fótbolta.“

Íslenska liðið tekur allan undirbúning sinn á Íslandi en flest lið fara í æfingaferði fyrir mót.

,,Það var út af veðrinu, frábrugðið öðrum liðum sem fara á hótel og eru svo á hóteli í Rússlandi líka. Við erum líka á hóteli en getum gert það sem við viljum, við æfum á morgnana og eftir hádegi gerum við það sem við viljum. Það mun hjálpa okkur í Rússlandi

Leikmenn fá talsverðan frítíma til að eyða með vinum og fjölskyldu. Jóhann hefur skellt sér í golf en segist ekki vera forgjafasvindlari.

,,Við fórum á hótel í gær, maður er búinn að kíkja í golf og vera með fjölskyldunni. Ég er ágætur í golfi, ég er með rétta skráða forgjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“