„Það er eitthvað sem gerist í búningsklefanum og á vellinum. Ég er fyrstur inn í reit og svona,“ sagði Albert Guðmundsson leikmaður Íslands um það hvernig er að vera yngstur í landsliðinu.
Albert gæti orðið ein af stjörnum landsliðsins á næstu árum og fær nú mikilvæga reynslu á Heimsmeistaramótinu.
Mikið áreiti er á íslenska liðinu en auk fjölda íslenskra fjölmiðlamanna er mikið af erlendum miðlum komið til landsins.
,,Það er allt í lagi að fara í öll þessi viðtöl, það væri ekkert án fjölmiðla. Ensku kennslan í Hagaskóla kemur sér vel.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.