Það verður mikið fjör er flautað verður til leiks í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en 16-liða úrslitunum lauk í kvöld.
Víkingur Reykjavík tryggði sig áfram með sigri á 2.deildarliði Kára en Víkingar höfðu betur 4-3 á Akranesi.
FH tryggði einnig farseðilinn í næstu umferð með því að leggja KA að velli með einu marki gegn engu.
Valur, Þór, Víkingur Ó, Breiðablik, Stjarnan og ÍA höfðu áður öll komist í næstu umferð.
Dregið var í 8-liða úrslitin í kvöld og má búast við gríðarlega spennandi leikjum en Íslandsmeistarar Vals mæta á meðal annars Blikum.
Hér má sjá dráttinn.
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins:
Þór – Stjarnan
Valur – Breiðablik
Víkingur R. – Víkingur Ó.
ÍA – FH