FIFA tölvuleikurinn hefur gefið út nýja uppfærslu á leik sínum vegna Heimsmeistaramótsins í Rússlandi.
Þar spilar íslenska landsliðið stórt hlutverk og þá sérstaklega víkingaklappið.
Klappið fræga er enn að sigra heiminn nú tveimur árum eftir Evrópumótið.
FIFA lagði mikið á sig til að gera fagnið fullkomið í leiknum og það heppnast afar vel.
Leikmenn Íslands eru þó margir ólíkir sjálfum sér en það eru helst Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson sem eru líkir sér.