,,Ég er bara brattur,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands við íslenska fjölmiðla í dag.
Hannes er mættur til æfinga en hann meiddist lítilega í leik með Randers á dögunum.
,,Ég hef ekki fundið neitt fyrir þessum meiðslum í nára, þetta leit vel út daginn eftir. Ég var ekki neina stund að jafna mig, ég er fullfrískur.“
,,Ég verð með á æfingu í dag, ég held að þetta sé ekki neitt. Ég hef aldrei látið skipta mér út af í leik, ég hef harkað ýmislegt í mér. Maður fer að hugsa um HM, ég var í stærsta leik tímabilsins. Þetta var snúin staða, ég held að við höfum tekið hárréta ákvörðun.“
Hannes er mættur heim í íslenska sumarið, hann skaut aðeins á Hjört Hjartarson sem var með í viðtalinu.
,,Það er æðislegt að koma heim í íslenska sumarið, sjarmerandi á sinn hátt. Ég er búinn að sjá nokkra statusa frá þér (Hirti), þú ert alveg að missa vitið.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.