Valur 3-2 ÍBV
1-0 Sigurður Egill Lárusson(6′)
1-1 Kaj Leo í Bartalsstovu(46′)
1-2 Sigurður Grétar Benónýsson(71′)
2-2 Sindri Björnsson(84′)
3-2 Tobias Thomsen (101′)
Bikarmeistarar ÍBV eru úr leik í Mjólkurbikar karla en liðið mætti Val í 16-liða úrslitunum í kvöld.
Það var boðið upp á virkilega fjörugan leik á Origo-vellinum og fengu áhorfendur að sjá fimm mörk og rautt spjald.
Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Val en snemma í þeim síðari jafnaði Kaj Leo í Bartolsstovu metin fyrir gestina.
Sigurður Grétar Benónýsson kom svo ÍBV yfir á 71. mínútu leiksins og útlitið bjart fyrir Eyjamenn.
Sindri Björnsson jafnaði fyrir Val þegar sex mínútur voru eftir og tveimur mínútum síðar fékk Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma en eina mark framlengingarinnar kom frá heimamönnum í Val.
Það var Tobias Thomsen sem sá um að tryggja Val áfram í næstu umferð með marki á 101. mínútu framlengingarinnar og bikarmeistararnir þar með úr leik.