fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Bikarmeistararnir úr leik eftir tap gegn Val

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 30. maí 2018 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur 3-2 ÍBV
1-0 Sigurður Egill Lárusson(6′)
1-1 Kaj Leo í Bartalsstovu(46′)
1-2 Sigurður Grétar Benónýsson(71′)
2-2 Sindri Björnsson(84′)
3-2 Tobias Thomsen (101′)

Bikarmeistarar ÍBV eru úr leik í Mjólkurbikar karla en liðið mætti Val í 16-liða úrslitunum í kvöld.

Það var boðið upp á virkilega fjörugan leik á Origo-vellinum og fengu áhorfendur að sjá fimm mörk og rautt spjald.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Val en snemma í þeim síðari jafnaði Kaj Leo í Bartolsstovu metin fyrir gestina.

Sigurður Grétar Benónýsson kom svo ÍBV yfir á 71. mínútu leiksins og útlitið bjart fyrir Eyjamenn.

Sindri Björnsson jafnaði fyrir Val þegar sex mínútur voru eftir og tveimur mínútum síðar fékk Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma en eina mark framlengingarinnar kom frá heimamönnum í Val.

Það var Tobias Thomsen sem sá um að tryggja Val áfram í næstu umferð með marki á 101. mínútu framlengingarinnar og bikarmeistararnir þar með úr leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United nú orðað við Isak

Manchester United nú orðað við Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool hótar að hætta við

Liverpool hótar að hætta við
433Sport
Í gær

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa
433Sport
Í gær

Þremenningunum bannað að æfa með United

Þremenningunum bannað að æfa með United
433Sport
Í gær

Kveðja enska boltann eftir 105 ár – Núll krónur í bankanum

Kveðja enska boltann eftir 105 ár – Núll krónur í bankanum
433Sport
Í gær

Vissu að hjónin væru ekki heima og brutust inn í glæsibýlið

Vissu að hjónin væru ekki heima og brutust inn í glæsibýlið
433Sport
Í gær

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“
433Sport
Í gær

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG